Gæti grænkál verið nýja mjólkin?
5 einföld og fljótleg ráð fyrir ferðalagið
28th July 2015
latur skjaldkirtill
Hvernig ég vann bug á lötum skjaldkirtli
11th August 2015
5 einföld og fljótleg ráð fyrir ferðalagið
28th July 2015
latur skjaldkirtill
Hvernig ég vann bug á lötum skjaldkirtli
11th August 2015
Show all

Gæti grænkál verið nýja mjólkin?

Ég verð bara að segja þér nokkuð

Þetta er eitthvað sem ég trúi að muni breyta hugmyndum þínum um kalk og hvort mjólkin sé besta leiðin fyrir kalkinntöku.

Er þetta jafnframt ástæða þess að ég hætti að velta mér uppúr því að taka inn kalk eða ekki.

…yfir í að hafa að hafa aldrei verið hærri í kalki án þess að taka það inn í vítamínformi eða frá mjólkinni.

Og fékk ég þannig frekari staðfestingu á að borða náttúrulega, hreina fæðu og hlusta á hvað líkaminn er að segja mér.

Eftir að ég komst að þessu fór ég að skoða mataræði mitt og þá sérstaklega matarlanganir mínar betur og áttaði ég mig á nokkuð merkilegu.

Ég var að borða verulega mikið af grænkáli!

Svo mjólk, eins holl og henni er stillt upp fyrir okkur fyrir kalkinntöku er þvert á móti eina leiðin til að líkaminn fái kalk.

Til að fyrirbyggja allan misskilning vil ég nefna það strax að ég er ekki að mæla með því að þú hættir að neyta mjólkurafurða eða hættir inntöku á kalki ef þú gerir það nú þegar. Ég vil einfaldlega opna augu þín fyrir öðrum leiðum að kalkinntöku frá náttúrunnar hendi.

Þá spyr ég, gæti grænkál verið nýja mjólkin?

sals-kale-salad-recipe-ftr

 

Grænkál er ríkast af öllum öðrum dökkgrænulaufblöðum í kalki. Í einum bolla af grænkáli hefur þú 15% af ráðlögðum dagskammt af kalki og vítamin B6, 40% af ráðlögðum dagskammt magnesíum, 180% af vítamin A, 200% af vítamín C og 1,020% af vítamin K. Einnig inniheldur grænkál járn, kalíum og fosfór!

Meðal annarra kalkríkra fæðutegunda sem ég var að borða á þessum tímapunti var eitthvað eins og Tahini (sesamfræ maukuð), klettasalati og gráfíkjur. Allt ríkt í kalki en drottningin í plönturíkinu hvað varðar kalk upptöku er grænkálið. Hér má sjá hvernig á að geyma grænkál.

 

Kalkið..

Kalk fæst einnig í brokkolí, hvítlauk, sesamfræjum, möndlum, sardínum, döðlum, apríkósum, sveskjum, mórberjum, portabelló sveppum ásamt laxi, þorski, makríl og lúðu sem dæmi.

Kalkið er gjarnan kennt við sterk bein. Er kalk tekið upp í líkamanum samhliða D-vítamíni og Magnesíum. Það hjálpar líkamanum einnig að viðhalda heilbrigðu æðakerfi, blóðþrýstingi og jafnvel hjálpað til við insúlínjafnvægi. (1)

Fyrir kalkinntöku eru daglegar ráðleggingar mismunandi eftir kyni og aldri:

10-17 ára 900 mg

18 ára og eldri: 800 mg

 

Of lítið eða of mikið getur ollið beinþynningu…

Beinþynning á sér stað þegar beinagrindin veikist og þá eykst hætta á beinbrotum, sérstaklega í hrygg, mjaðmagrind og úlnlið.

Of lítið af kalki getur leitt til beinþynningarvandamála. Getur það einnig verið af völdum annarra þátta eins og hnígnun á framleiðslu á estrógeni eftir breytingaraldur kvenna.

Of mikil kalkinntaka getur hins vegar líka aukið líkurnar á beinbroti, beinþynningu, vöðvakrampa, sérstaklega síðar á lífsleiðinni samkvæmt  National Osteoporosis Foundation. (2)

 

Jafnvægi á kalkinntöku er því lausnin að langvarandi beinheilsu

 

Vakti greinin áhuga hjá þér?

Ef svo er máttu deila með vinum/vinkonu á facebook og sérstaklega ef þú átt vinkonu sem er óviss með kalk inntöku.

Þá næst langar mig að heyra frá þér!

Neytir þú grænkáls daglega? Og vaknar jafnvel spurning hjá þér núna hvort þú eigir að neyta þess eða ekki?

Segðu mér frá því hér að neðan og köfum dýpra.

Ef þú hefur svo áhuga á því að vinna með mér og skapa lífstíll sem gefur varanlegt þyngdartap, orku og heilsu komdu þá yfir og vertu fyrst að frétta þegar við hefjum Nýtt líf og Ný þú þjálfun í haust og fáðu leiðarvísi frá mér að þyngdartapi og orku til að koma þér af stað

 

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *