Er fólkið í kringum þig að draga úr árangri þínum?
Eru þessar 7 hindranir að halda þér í sama fari?
15th September 2015
þyngdartap uppskriftir
Hvað á að borða fyrir þyngdartap og orku? + uppskrift
29th September 2015
Eru þessar 7 hindranir að halda þér í sama fari?
15th September 2015
þyngdartap uppskriftir
Hvað á að borða fyrir þyngdartap og orku? + uppskrift
29th September 2015
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Er fólkið í kringum þig að draga úr árangri þínum?

Júlía Magnúsdóttir

Ég er algjör nörd.

Eitt af því sem ég naut þess að gera í sumar, fyrir utan að vera út í náttúrunni, var að sökkva mér ofaní efni sem tengdist langlífi, heilsu og leiðum sem hjálpa okkur að lifa sem hamingjusamari manneskjur.

Ég lærði eitthvað svo ótrúlegt frá David Wolfe, einum af mínum kennurum, um þau gríðarlegu áhrif að hafa gott félagsnet í kringum okkur.

Því þeir sem eru í kringum okkur hafa meiri áhrif á okkur en þú heldur. . .

Þú þekkir eflaust að við erum mótuð af þeim 5 einstaklingum sem eru mest í kringum okkur, en áhrifin á þína heilsu og hamingju hefur svo miklu víðtækari áhrif en við gerum okkur grein fyrir.

Rannsókn sem gerð var við Háskóla í Hollandi sýnir að þeir sem hafa gott félagsnet og stuðning eru allt að 80% líklegri til þess að ná varanlegum árangri.

Þú þekkir það eflaust að bara með því að fara með vinkonu í ræktina eða hafa einhvern félaga með þér að peppa þig áfram færðu aukin drifkraft og eldmóð til þess að halda áfram.

Ekki eingöngu bætti samfélag jákvæðra líkur á árangri heldur sýndi rannsóknin einnig að fólkið var almennt hamingjusamara, jákvæðara og síðast en ekki síst bætti líkur á langlífi.

flott- hugmynd-mynd-22.sept

Hér eru aðeins nokkrar leiðir sem þú getur byrjað að nýta þér til þess að auka líkur á árangri í haust.

Þú getur strax byrjað að hvetja fólk á vinnustaðnum. Vertu sú/sá sem hvetur aðra áfram til breytinga og að bættri heilsu á vinnustaðnum. Með því að hjóla í vinnuna, ganga um með vatnsbrúsa í stað kaffibolla og hvetja aðra til þess líka eða koma með hollar veitingar þegar allir eiga að koma með eitthvað á borðið.

Deildu einhverju jákvæðu á samfélagsmiðlum og vertu í grúppum sem styðja þig áfram. Við ráðum hvort við umkringjum okkur jákvæðum eða neikvæðum einstaklingum og byrjaðu að sýna það í verki og deildu jákvæðum póstum og þannig sérðu hverjir líka við póstinn þinn.

Einnig gætir þú verið með í hlaupa- eða fjallagönguhóp nálægt þér. Á Íslandi eru svo ótal margir hópar sem hægt er að vera í og þannig getur þú strax byrjað að umkringja þig fólki sem deilir einnig sömu áhugamálum og þú.

 

Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig þú getur byrjað að búa til hvetjandi samfélag í kringum þig og bæta árangur í þínu lífi.

Það er sannarlega kraftur sem fylgir því að vera samferða öðrum að árangri.

Þú ert heppin/n því okkar lífsstílsþjálfun “Nýtt líf og Ný þú “ fer rétt að hefjast (en við opnum þjálfun aðeins 1-2 á ári)

Með henni ertu umkringd þeim sem eru á sama stað og þú og eru að fara í gegnum lífsstílsbreytingu með þér.

Þær sem hafa lokið þeirri þjálfun segja hvað það virkilega munar að hafa stuðninginn og hann kemur þeim alla leið.

Ég gæti ekki lagt í svona ferð án þess að hafa stuðning, þetta gerir maður ekki einn og óstuddur. – Anna Guðrún Valdimars, Hjúkrunarfræðingur

 

Ef þetta vekur áhuga þinn, gæti þinn tími verið núna að koma þér í gömlu fötin í fataskápnum, bæta orkuna og upplifa yngri líðan um jafnvel 10-20 ár (það segja yfir tugi kvenna og hjóna sem hafa lokið þjálfun), svo ekki hika við að skrá þig hér til þess að læra meira.

…vegna vinsælda er ennþá hægt að skrá þig í ókeypis myndbandsþjálfun sem sem gefur þér einföld og viðráðanleg skref að varanlegu þyngdartapi og orku sem þú getur tekið strax í dag til að hefjast handa og fengið ítarlegri upplýsingar um þjálfun, getur þú horft á myndböndin hér núna.

Nú vil ég heyra frá þér, hvernig umkringir þú þig góðu stuðningsneti ? Finnur þú mun þegar þú ert í kringum jákvæða og samhuga fólk og þegar þú ert það ekki?

Sé þig í spjallinu fyrir neðan

 

Ef þér fannst greininn gagnleg og jákvæð, líkaðu og deildu á facebook og sjáðu hvaða vinkona eða vinur líkar við.

 

heilsa og hamingja

Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi

Taktu stjórn á þinni heilsu og skráðu þig hér, þinn tími gæti verið komin.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *