Ertu 30 + og upplifir liðverki? lestu þetta…
Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi
Hvar er sykur falinn og hvernig forðumst við hann, sjá grein mína í MAN tímaritinu
20th January 2015
Fersk mynta
7 leiðir til þess að nota ferska myntu
17th March 2015
Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi
Hvar er sykur falinn og hvernig forðumst við hann, sjá grein mína í MAN tímaritinu
20th January 2015
Fersk mynta
7 leiðir til þess að nota ferska myntu
17th March 2015
Show all

Ertu 30 + og upplifir liðverki? lestu þetta…

Bakverkir, liðverkir, stirðir liðir og gigtareinkenni, stingur í hnénu, skyndilegur sársauki frá öxlum út að olnbogum o.s.frv.

En eigum við að þurfa „sætta” okkur við þá?

Mörg okkar telja verki í liðum einfaldlega vera hluti af því að eldast og að við þurfum bara að læra að aðlagast og lifa með þeim.

Það gæti ekki verið fjarri sanni!

Sársauki getur haft áhrif á allar hliðar á þínu lífi. Sársauki er ekki einungis upplifun verkja; heldur hefur hann áhrif á hvernig þú meðhöndlar lífið, samskipti við fjölskyldu og vini, hversu miklu þú áorkar daglega og hvernig þú einfaldlega lifir lífinu.

Sársauki er í raun leið líkamans til að segja þér að eitthvað sé að og einnig gott merki um að eitthvað í þinni fæðu eða frumfæði sé úr jafnvægi. 

Liðverkir herja á marga með árunum og þá sérstaklega hjá konum fyrir eða/og á breytingaskeiðinu vegna skorts á estrógeni.

En hvað er estrógen nákvæmlega…

Estrógen er hormón sem hefur m.a. jákvæð áhrif á liði með því að halda bólgum niðri. Bólgur eru ein aðalástæða liðverkja. Þegar estrógenstigið í líkamanum byrjar að minnka hjá konum um 5-10 árum fyrir breytingaskeiðið, þá fá liðirnir minna og minna af estrógen og afleiðingin er oft sársauki. Og það sem meira er; lágt estrógen getur haft í för með sér að fitufrumur birgja sig upp af meiri fitu og hægja á fitubrennslu líkamans.

Svo jafnvel þó nokkrum árum áður en konur komast á breytingaraldur getur orsök liðverkja og þyngdarstöðnunar verið vegna hnignunar á estrógen hormónum.

Woman with back pain

Brennslan hægist einnig um 5% fyrir hvern áratug eftir breytingaraldurinn svo það er engin furða að það sé auðveldara að þyngjast eftir fertugt og sýna rannsóknir að konur bæta við sig að meðaltali 5-8 kílóum á þessu tímabili lífsins, sem sest aðalega á kviðinn.

Hvað er þá til ráða svo þú getir losnað við liðverkina og náð þyngdinni þar sem þú vilt hafa hana…

Fyrsta sem æskilegt er að skoða er vatnsinntaka vegna þess að vökvatap í líkamanum ýtir undir liðverki vegna samansafns þvagsýru en með hnignun estrógens þá á líkaminn erfiðari með að viðhalda vatnsmagninu í líkamanum.

Það næsta væri með því að styðja blíðlega við lifrina og afeitra, þar sem estrógen er umbrotið í lifrinni. Ég á ekki við að kvelja eða þjá líkamann heldur að gera það með réttri næringu sem gerir þig sadda, og með samspili hreinsandi og nærandi bætiefna sem vinna saman ásamt hreyfingu, nægri vatnsdrykkju og innri slökun og nú-vitund!

Þessi leið er mild og náttúruleg og virkar best í samhengi við losun verkja. Skrefin sem gott er að taka þar á eftir eru þau sem skapa góðar langtímavenjur að þína óskalífi!

Því er lífsstílsbreyting besti staðurinn að byrja og sú áhrifaríkasta leið sem ég hef komist að til að koma jafnvægi á estrógen, losa um liðverki, gigtareinkenni og bakverki ÁSAMT því að stuðla að eðlilegu þyngdartapi.

default-ds-photo-getty-article-217-59-104237229_XSLífsstílsbreyting eins og þessi þýðir að hætta leitast eftir skyndilausnum og finna út hvað raunverulega virkar fyrir þig og endist þér út ævina. En það er nokkuð sem við gerum í Nýtt líf og nú þú þjálfuninni ásamt skrefunum hér að ofan.

Ef þú ert efins um hvort þú hafir lágt stig af estrógen hormónum geturðu beðið lækni að taka einfalda blóðprufu til að komast betur að því.

Þú átt skilið að lifa betra lífi. Ekki „sætta” þig við lífið með liðverkjum, bakvandamálum og tilheyrandi kvillum ef því getur fengið því breytt með réttum skrefum og lífsstíl í jafnvægi.

Yfir hundruð kvenna hafa náð slíkum ávinningum með Nýtt líf og Ný þú þjálfun og eru hér nokkur dæmi;

Ég hætti að þyngjast og leið betur andlega og líkamlegir verkir minnkuðu viku eftir viku! Í dag upplifi ég 100% verkjalaust líf, miklu meiri orku og léttari líkama enda komin í mína kjörþyngd! Ég veit að ég get lifað án verkja og orkuleysis áfram. Eftir hvern tíma var ég skilin eftir með góðar tillögur og fræðslu sem ég gat sett í verk! Ég veit að ég tók rétta ákvörðun að fjárfesta í þjálfuninni. – Helga Jónsdóttir, Bókari

Í dag eru liðaverkirnir í lágmarki og koma dagar sem ég finn ekkert til í líðamótunum. Aukalega hef ég lésst um 10 kíló. Það besta af öllu er jafnvægið, alla daga, besti árangurinn. Jafnvægi í einu og öllu, skapi, hungri/seddu, orku/þreytu og bara öllu! Mér finnst þjálfunin vera stuðningsmikil, hvetjandi og skemmtileg og það er gott að vinna með Júlíu. – Vala Ólöf Jónasdóttir, Innanhússarkitekt

Hreyfigeta hefur stóraukist, ég er full af orku og bjartsýni er ríkjandi. Minnið mitt hefur stórbatnað og húðin er að verða eins og á ungabarni, mjúk og kláði og pirringur að hverfa í þjálfun. Hópþjálfunin veitir mér aðhald, hvatningu og löngun til þess að halda áfram. Án efa sú allbesta fjárfesting sem ég hef farið í og upplifi heilbrigða sál í hraustum líkama og er það gulls gildi. – Ásgerður Guðbjörnsdóttir

Er tími þinn komin að breyta og upplifa verkjalaust, léttari og sáttara líf?

Ef svo er máttu koma hér yfir og græja þig í Nýtt líf og Ný þú þjálfun, enda lokum við skráningu á morgun og er það síðasti séns að vera með árið 2015.

Sköpum lífsstíl þinn saman, þann sem þú heldur út til frambúðar.

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi

p.s Viltu sýnishorn úr þjálfun fyrst?

Fáðu smá sýnishorn hér

p.p.s. Viltu síðasta ókeypis 15 mín viðtalstímann með okkur?

Aðeins örfáir ókeypis viðtalstímar eru nú lausir. Ef Nýtt líf og Ný þú þjálfunin er eitthvað sem þú vilt gefa þér,  ekki bíða með að bóka þinn 15 mín viðtalstíma hér 

Nýtt líf og Ný þú er sannprófuð leið að varanlegu þyngdartapi, meiri orku og losun verkja og stjórn á þinni heilsu! (ATH: engin skyndilausn eða kúr hér um að ræða).

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *