Besta leiðin til að geyma chia og hemp

Besta leiðin til að geyma chia og hemp

ofurfæði
Sesar Salat ofurfæði með grænkáli
5th August 2014
chia grautur
5 innihaldsefni, 5 mín, fullkominn millibiti fyrir orku
19th August 2014
Sýna allt

Besta leiðin til að geyma chia og hemp

hörfræ
Deildu á facebook

Ofurfæði eins og chia fræ, hemp, hörfræ, goji-ber og fleira er farið að vera hversdagsvara og fæst nú í flestum verslunum.

Ef þú þekkir ekki til þessara ofurfæða, farðu hér og lærðu meira um næringargildi og af hverju þú ættir að neyta þeirra.

Í dag langar mig að deila með þér um hvernig best er að geyma þessi ofurfæði!

 

Besta leiðin til að varðveita Chia fræ, hemp og hörfæ– sem og allt ofurfæði – er í glerkrukkum inn í ísskápnum.

 

Screen Shot 2014-08-11 at 13.45.55

 

Það hljómar einfalt en að geyma ofurfæði þitt á þennan veg er mjög mikilvægt. Af hverju?

1. Aðgengilegt: Þú sérð auðveldlega hvað þú átt til og hvað er mikið eftir í hverri krukku.

Of mikið af ílátum sem eru ekki gegnsæ vilja oft týnast aftast í ísskápnum, og þú veist jafnvel ekki af þeim. Að geyma í gegnsæjum ílátum þýðir að þú munir nota meira af þeim og mun oftar.

Heilræði: notaðu merkingar ef þú átt merkivél eða einfaldlega límband sem þú getur tússað á bæði nafnið á innihaldinu og síðasta söludag ef þú heldur að það sé möguleiki að þú klárir þetta ekki fyrir þann tíma og ef þú gætir gleymt hvað er í krukkunni.

 

2. Aukið geymsluþol: Hnetur og fræ innihalda viðkvæmar olíur, og þessar olíur geta farið fljótt til spillis.

Að geyma þær í ísskápnum mun framlengja geymsluþolinu, þetta mun spara þér pening lengra til litið. Glerkrukkum er yfirleitt hægt að loka mjög þétt, sem heldur lofti frá og kemur í veg fyrir oxun. Að henda útrúnnum mat er aldrei gaman.

Ath: Ef ofurfæða þín kom í einhverskonar pakkningum eða umbúðum frá framleiðanda og þú keyptir hana þannig úr búðarhillunni – hörfræ og chia fræ koma oft þannig – þá er það algjörlega í góðu lagi. Mörg fyrirtæki loftæma umbúðir sínar til þess að hægt sé að geyma þær við stofuhita. Settu innihaldið einfaldlega í ísskápinn eftir að þú opnar umbúðirnar.

 

3. Minna leirtau: Flest ofurfæðið er auðvelt að hella úr krukkunni; minna af skeiðum og sleifum þýðir minna uppvask.

Að strá uppáhalds ofurfæði þínu yfir salatið þitt eða í blandarann hefur því aldrei verið auðveldara. Notaðu lokið sem skammtara ef þú ert of glöð við að hella.

 

4. Ódýrar: Glerkrukkur eru ódýrar og hægt er að kaupa þær t.d. í Ikea, Rúmfatalagernum, Tiger, Mega store í smáralind, þar fást á tíma „Mason Jars” sem eru vinsælar í bandaríkjunum og fallegar í útliti .

Heilræði: endurnýttu gömlu sultukrukkurnar þínar. Hægt er að endurnýta svo mikið af krukkum sem við eigum nú þegar upp í skáp. Persónulega er ég með fullan skáp af endurnýttum krukkum í öllum stærðum og gerðum.

 

 

5. Umhverfisvænar: Glerkrukkur eru endurvinnanlegar og duga endalaust.

 

Plús, gler fer rosalega vel með matinn og því getur þú geymt matinn í mjög langan tíma.

 

Hér eru nokkur ofurfæði sem þú finnur alltaf í glerkrukku í ísskápnum mínum:

Hráar möndlur

Hrá hempfræ

Möluð hörfræ

Hrá sólblómafræ

Kakaó (hrátt kakaó duft)

Chia fræ

Þurrkuð goji ber

 

Sjáðu mín ofurfæði sem þú getur byrjað að fikra þig áfram með

 

Njóttu þess að versla og neyta ofurfæðis!

 

 

Segðu mér, neytir þú ofuræðis í dag? Ef svo er hvaða og ef ekki hver vilt þú bæta í mataræði þitt?

 

Enn og aftur, umræðan á sér stað hér neðar í spjallinu, hlakka til að heyra frá þér!

 

 

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi

p.s Áttu vínkonu eða frænku sem neytir ofurfæðis og gæti hagnast af því að læra meira um geymlu þeirra? Líkaðu þá við hér á facebook og deildu með henni 😉

 

 

print

Skráðu þig fyrir vikuleg hollráð að aukinni orku - það er ókeypis!

Fáðu strax „Sektarlaus sætindi fyrir mjórra mitti” rafbók!

Skildu eftir athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegt að fylla út reiti merkta *

Pin It on Pinterest

Share This