Ávinningar af hráfæði um jól
lífsstíl
Upptekin, lufsuleg og óviss að þú getir haldið þetta út?
25th November 2014
Hráköku uppskriftir
Leynitrixið mitt að góðri hráköku
9th December 2014
lífsstíl
Upptekin, lufsuleg og óviss að þú getir haldið þetta út?
25th November 2014
Hráköku uppskriftir
Leynitrixið mitt að góðri hráköku
9th December 2014
Show all

Ávinningar af hráfæði um jól

hráfæði

Er ég ein sem upplifi eins og október og nóvember hafi flogið framhjá og jólin bara á næsta leiti?

Ekki sakaði samt að fá snjó fyrsta dag mánaðarins sem fegrar borgina og gerir allt svo jólalegt.

Jólaseríurnar eru komnar í glugga, jólatónar heyrast og allt orðið „jólalegt og kósý”.

Eitthvað sem þú mátt vita um jólin hjá mér er að þau enda ávallt á syndsamlegri hráköku gjarnan borin fram á fallegum kökudisk á fæti með kókosrjóma eða ferskum berjum

Ég skipti hrákökunni út fyrir venjulegu sykurkökuna fyrir nokkrum árum og það verður ekki aftur snúið.

Því ekki aðeins finnst mér hrákakan svo miklu betri en þessi hefðbundna heldur líður mér bara svo miklu betur af henni.

Ég trúi að þegar þú prófar verður ekki aftur snúið og því held ég hrákökunámskeið þann 9 desember þar sem þú færð að smakka, sjá og læra leyndarmálin bakvið bragðgóðar einfaldar hrákökur sem allir kunna að meta. Ég held þú munir virkilega hafa gaman af því að koma.

Ég hélt svona námskeið síðasta þriðjudag og spurði stelpurnar út í sal:

„Jæja, heldurðu að aðrir á heimilinu munu ekki vera sáttir að fá svona hráköku?”

Og þeirra svör voru;

„Jú, sérstaklega þessi karamellu pecan drauma kaka!”

Námskeiðið var ótrúlega skemmtilegt og stelpurnar gengu sáttar heim með fallegt uppskriftahefti frá mér, öruggar um að hrákaka væri einföld og fljótleg í framkvæmd enda búnar að sjá, læra og smakka.

 

„Fannst skemmtilegt að horfa á hversu einfalt þetta er. Nú er ég meira tilbúin að prufa sjálf heima!” -Röfn Friðriksdóttir

„Námskeiðið sýndi mér hversu létt þetta er og lærði ég inná ýmis ný hráefni. Mjög góð upplifun og get ég mælt með námskeiðinu.” -Ragna Fanney Óskardóttir

 

DSC_3229

 

Síðasta námskeið seldist mjög fljótt upp og höfum við nú opnað fyrir skráningu, þann 9.des svo endilega farðu hér til að tryggja þér sæti á námskeiðið, á meðan þau bjóðast.

Sjaldan hefur verið eins mikil umfjöllun um sykur eins og í dag og nýjungar í sætuefna úrvali geta verið yfirþyrmandi, þú munt læra á hrákökunámskeiðinu hvaða sætuefni eru ákjósanlegri en önnur ásamt mikilvægum innihaldsefnum og samsetningu í góðri hráköku.

Margir eru sammála að aukið hráfæði í mataræði hjálpi til við að halda kjörþyngd og upplifa vellíðan og orku og því vil ég segja þér frá ávinningum þess að minnka sykur og neyta í stað meira af hráfæði yfir hátíðirnar í grein dagsins.

 

Ávinningar að neyta hráfæði um Jól 

Þegar þú borðar hráfæði ertu að neyta fæðunnar í sínu upprunalega og náttúrulega formi, eins og móðir náttúra skapaði hana. Þar sem fæðan hefur ekki verið elduð eða breytt eru öll næringarefni og ensími enn til staðar. Hér eru kostir þess að auka inntöku á hráfæði í mataræðinu. Rannsókn gerð frá Virginia Culler, talar um kosti þess að neyta hráfæðis og hér koma nokkrir þeirra. 

 

1. Bætt melting

Fæða sem er hrá hefur náttúrulegar trefjar og inniheldur andoxunarefni.

Þessi trefjaríka fæða hjálpar meltingu þinni með því að hreinsa þarma og stjórna hægðum. Margir upplifa minni hægðatregðu við það að auka hráfæði í mataræðinu sínu. 

Frá unga aldri glímdi ég við Iðruólgu (IBS) sem einkennist af óreglulegri meltingu og meltingaróþægindum. Eftir að ég skipti út sykruðum eftirréttum fyrir vel samsetta hráköku gat ég fundið aukið jafnvægi, betri meltingu og vellíðan.

Annar ávinningur af hráum mat eru andoxunarefnin sem þau veita okkur. Það geta safnast saman eiturefni frá umhverfinu og mataræðinu í líkama okkar sem leiðir til slæmrar meltingar. Andoxunarefnin vinna að því að fjarlægja eiturefnin sem eru smám saman að eitra líkama okkar og hjálpað til við að yngja okkur.

 

2. Meiri orka

Þeir sem auka magn af hráu fæði í mataræðinu geta fundið fyrir meiri orku. Þar sem líkaminn þarf minna að vinna úr fæðunni, og getur sú orka farið aftur til þín í stað þess að melta flókna og þunga máltíð.

Prótein sem kemur úr jurtaríkinu er auðveldara fyrir líkaman að melta og nýta eins og talað er um í bókinni, The China study, ein umfangsmesta rannsókn sem hefur verið gerð á sviði næringar. Jafnvel þegar þú ert södd, finnur þú þig ekki vera útþanda eða að springa.

Það er einmitt eitthvað sem ég tek eftir að konur hafa orð af eftir hráköku og er það að þær eru saddar en sáttar og ekki að springa.

 

3. Þyngdartap

Heilbrigt þyngdartap er algengur fylgifiskur þess að líkaminn er að hreinsa burtu eiturefni eins og gerist með hráu fæði.

Enda tilvalið ef þú vilt passa uppá línurnar yfir hátíðirnar og auka hráfæði í mataræðinu.

Með hráfæði erum við að minnka eiturefni frá fæðu sem koma í líkaman og auka næringu sem líkaminn þarfnast.

Þar sem líkaminn bregst oft við skorti á næringu með matarlöngunum getur aukið hráfæði hjálpað þér að fá meira jafnvægi og losnað við brjáluðu sykurlöngunina.

Gott getur þá verið að bæta við fersku salati, hollu heimagerðu hrásalati með hátíðarmatnum og enda máltíðina með rétt samsettri hráköku til að styðja frekar við meltingu, hreinsun og vellíðan.

Það eru ótal fleiri kostir við það að borða meira af hráu fæði, óunnum mat og gæti ég haldið áfram með listan, en þetta eru lykilþættir þess sem hafa hjálpað mér að sjá kosti þess að velja hráköku í staðinn fyrir hefðbundnu sykurkökuna.

 

DSC_3237

 

Eru þetta ávinningar sem þú myndir gagnast af yfir jólin?

Ef svo er hvet ég þig eindregið að íhuga að bæta við meiru af hráfæði í þitt mataræði og auðvitað væri frábært að hafa þig með á hrákökunámskeiðinu mínu framundan.

Þú getur farið hér til að skrá þig og gerast hráfæðisnillingur á þínu heimili.

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

p.s Líkaði þér greinin, ef svo er endilega líkaðu við á facebook og deildu með vínkonu.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *