Árangurssögur

Árangurssögur


12 kg farin án fyrirhafnar og líkamlegir kvillar úr sögunni og aðeins 4 mánuðum inní þjálfunina.

Áður en ég hóf hópþjálfun hjá Júlíu var ég of þung, orkulaus, sísvöng og mjög háð sykri. Ég upplifði mjög oft magaverki, kláða og hreistur í hársverðinum og ég var þurr í húðinni. Ég upplifði svefnlausar nætur og var síþreytt á daginn. Mig langaði mest til þess að líða betur og upplifa meiri lífsfyllingu og verða glaðari og sáttari með sjálfa mig en hafði enga orku í að fylgja því eftir, því eftir vinnu var ég alveg orkulaus. Og ég vissi að ég þyrfti stuðning og leiðsögn. Ég var óviss í fyrstu þar sem þjálfunin var öll í gegnum tölvu og síma sem kom mér síðan á endanum vel þar sem ég er með ungt barn. Ég var einnig óviss með lengdina og hvort ég gæti haldið þjálfuninni út en í dag tel ég það vera einn helsti kostur þjálfunarinnar – því hún tekur þið alla leið.

Með þjálfuninni og samstarfi við Júlíu er ég allt önnur og í dag líður mér mun betur með sjálfan mig og hef mun meiri orku sem leiðir til þess að ég finn meiri gleði í lífinu. Ég hef farið framúr þeim markmiðum sem ég setti mér varðandi þyngdartap og gerði það fyrirhafnarlaust og léttist um 12 kg á aðeins fyrstu fjórum mánuðum þjálfunar. Ég upplifi mig stælta og í góðu formi þrátt fyrir að hafa verið ódugleg í hreyfingu og þakka ég það mataræði og breytingum. Öll líkamleg vandamál hjá mér hafa lagast og magaverkir, húðvandamál er úr sögunni og svefn minn hefur aldrei verið betri. Í dag hef ég dustað rykið af áhugamálum mínum og er dugleg að gera hluti sem gleðja. Mesti ávinningurinn minn úr þjálfunni er betri líðan og meiri gleði, aukakíló og bætt útlit er bónus. Og þegar ég lít til baka á fjárfestingua sé ég ekki eftir krónu, besta sem ég hef gefið sjálfri mér í mörg ár."

Dagmar Kristjánsdóttir

img7

img2

“„Ég er glaðari, orkumeiri og minna utan við mig. Ég var alltaf þreytt og mér leið eins og ég væri miklu eldri en ég er. Þegar ég borðaði fæðu sem ég hafði óþol fyrir þá fékk ég verki í fæturnar. Þegar ég hafði hreinsað út sykur og glútein þá varð lífið svo miklu léttara. Ég er glaðari, orkumeiri og minna utan við mig. Það er gott að vera í hópþjálfun það er heilmikill stuðningur í því. Það er svo gott að geta spurt aðra þegar maður er að komast upp úr gömlum hjólförum.”

Erla Vigdís

img3

„Ég er svo þakklát sjálfri mér fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun, hún „bjargaði“ lífi mínu.“

Mér fannst ég stöðnuð í lífinu og var stöðugt að hugsa um hvað ég setti ofan í mig, hvort að ég væri að borða „rétt“. Þetta var mikill vítahringur og mig langaði að fá meiri fróðleik um hollari mat.

Í dag er ég með skýrari hugsun og betri einbeitingu, meira sjálfstraust, orkan meiri, hamingjusamari, opnari, veit núna að ég get alveg haldið mig í „ákveðinni“ þyngd án þess að hreyfa mig alla daga vikunnar eins og geðsjúklingur.

Ég er svo þakklát sjálfri mér fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun, hún „bjargaði“ lífi mínu og kom á réttum tíma í líf mitt.“


Kristín H. R.

img4

Lifðu til fulls er það besta sem ég hef kynnst á ævinni

Áður en ég kom til Júlíu var ég orkulítil og í stöðugu basli við að komast í kjörþyngd, ég hafði áhyggjur af því að eldast ekki vel og halda ekki góðri heilsu. Það virtist sem svo margir í kringum mig væru að eldast hratt. Ég hafði þurft að sækja til sjúkraþjálfara mánaðarlega vegna bakmeiðsla og verks í mjöðmum og hafði áhyggjur af hausverk, stressi, kvíða, og versnandi sjón.

Síðan ég byrjaði í 6 mánaða þjálfuninni „Lausnir til lífstíðar“ hefur líðan hjá mér aldei verið betri, bæði andlega og líkamlega! Lifðu til fulls er það besta sem ég hef kynnst á ævinni!

Eftir margra ára baráttu náði ég loks að komast í kjörþyngd á aðeins örskömmum tíma! Líf mitt er mun streituminna og daglegir hausverkir nánast horfnir. Ég heimsæki sjúkraþjálfara minn mun sjaldnar en ég gerði áður, sökum ákveðinnar rútínu sem Júlía hjálpaði mér að komast í. Auk þess er ég orðin svo miklu fróðari um hollt mataræði og gott líferni, ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt sem skilar sér í meiri orku, bættum svefni og miklu betri líðan!

Áður hafði ég fylgt ýmsum mataráætlunum sem mér var ráðlagt en ekkert hafði skilaði sér í árangri eða bættri líðan. Í dag hef ég öðlast betri skilning á hvað ég get sett á matardiskinn minn og hvað hæfir mínum sérstaka líkama og ég sakna gömlu venjanna alls ekki því ég er hreinlega ný og betri manneskja í dag!

Þegar ég horfi á fjárfestinguna í „6 mánaða lausnir til lífstíðar“, líður mér alveg stórkostlega því ég er á besta stað sem ég hef nokkurn tímann verið á. Ef þú vilt lifa til fulls, mæli ég 100 % með Júlíu, heilsuráðgjafa til að aðstoða þig við að ná þínum markmiðum.“


Guðrún Harðardóttir | Rvk, Sjálfstæður atvinnurekandi og hársnyrtir


100% orkulaust líf, miklu meiri orka og léttari líkami!

Áður en ég kom til Júlíu var ég orkulaus, döpur og fannst ég vera of þung! Ég hafði nýlega hætt að reykja og því fannst mér allt svo vonlaust og þá aðalega ég sjálf. Ég hafði lært að lifa með verki um allan líkama og þá sérstaklega í vöðvum og liðamótum.

Í fyrstu var ég óviss með hvað ég væri að fara útí í og hrædd við að standa mig ekki vel. Að vissu leyti fannst mér fjárfestingin dýr en ég hafði heldur ekki sett mig sjálfa í fyrsta sæti áður.

Þjálfun með Júlíu var frábær og fékk ég góðan stuðning og hvatningu sem ég þurfti. Eftir hvern tíma var ég skilin eftir með góðar tillögur og fræðslu sem ég gat sett í verk!

Ég hætti að þyngjast og leið betur andlega og líkamlegir verkir minnkuðu viku eftir viku!

Í dag upplifi ég 100% verkjalaust líf, miklu meiri orku og léttari líkama! Ég er mun meðvitaðri um það sem ég geri sjálfri mér og set ofan í mig og veit að ég get lifað án verkja og orkuleysis áfram.

Ég hef fengið aukið sjálfstraust og meiri gleði í lífi mínu og hefur það fengið mig til þess að skrá mig í nám og vilja hreyfa mig! Ég veit að ég tók rétta ákvörðun að fjárfesta í þjálfuninni og í dag upplifi ég miklu meiri aga og ákveðni með sjálfa mig.

Ég mæli hiklaust með heilsumarkþjálfun hjá Júlíu og vill að aðrir upplifi það fyrir sig persónulega því við erum öll einstöki!"


Helga Jónsdóttir | Bókari

img5
img1

Vöknuð á undan klukkunni og 1,6 kíló farin á 5 dögum

Ég vaknaði áður endalaust þreytt, þrútin og verkjuð á morgnanna og var þannig fram eftir degi.

Í dag er ég orkumeiri og er farin að vakna á undan klukkunni. Ég er alveg laus við að vera þrútin og ekki með eins mikla verki. Húðin er mýkri og hárið líflegra og ég missti 1,6 kíló á aðeins 5 dögum í 5 daga matarhreinsuninni.

Áhrifin eru einfaldlega betri líðan og mig langar að halda áfram með þetta mataræði. Það sem kom mér á óvart var hversu góður maturinn var og það er ekki svo mikil vinna að gera hann.”


Hólmfríður Egilson | ritari

img8

Brjóstsviði hjá mér er horfinn og mér líður miklu betur líkamlega.

Áður en ég byrjaði í hópþjálfun var ég óánægð með líkamsástand mitt og ég vildi breyta lífsstíll mínum og geta þá lifað jákvæðu og glöðu lífi.

Aðeins eftir fyrstu mánuðinn í þjálfunina hef ég lést um 4 kíló og öll sætindaþörf farin sem og allt nart á milli mála! Brjóstsviði hjá mér er horfinn og mér líður miklu betur líkamlega. Ég er öll orkumeiri sem ég finn bæði í starfi og námi því ég hef miklu meiri einbeitingu og kem fleiru í verk!

Ég finn að það er mikil stuðningur í hópþjálfun og þegar ég lít til baka á fjárfestingunna hugsa ég ekki um þetta sem kostnað sem slíkt heldur frekar hvað ég er að spara til framtíðar hvað varðar heilsutap og álíkan heilsubrest sem ég vill ekki eiga þátt í!"


Jóna Fanney Kristjánsdóttir | Bókari og háskólanemi

img9

Komin í fatastærð sem ég var vaxin upp úr og ljómi skín frá mér sem tekið er eftir.

Í hópþjálfun upplifði ég frábæran og umhyggjusaman stuðning sem er bæði fræðandi og fagmannlegur og var Júlía vakandi yfir árangri mínum og umhyggjusöm um að leiðbeina vel. Með hópþjálfun léttist ég og komin í þá fatastærð sem ég var vaxin upp úr og finn fyrir minni bjúg og þrota! Ég er orkumeiri og á léttara með að sinna vinnu minni sem er bæði krefjandi líkamlega og andlega. Ég sef einnig betur og hef meiri tíma og orku til að sinna orkumikla barnabarninu mínu með gleði! Fleiri manns hafa haft orð á því hvað sé að gerast hjá mér því ég líti svo vel út. Segja svo reyndar að ég hafi nú ekkert litið illa út áður en það stafi af mér einhver ljómi eða útgeislun núna, sjá bara hve vel mér líður. Mér finnst ég algjörlega vera á réttri leið og það sem stendur upp úr er mikil vellíðan andlega og líkamlega, betri svefn og betri stjórn á eigin lífi.

Þegar ég horfi til baka á fjárfestinguna er ég ofboðslega sátt og ánægð að hafa tekið stökkið í þjálfun með Júlíu og stuðningurinn og allt efnið sem ég hef fengið hefur nýst mér vel á þessu ferðalagi. Ég gæti ekki lagt í svona ferð án þess að hafa stuðning, þetta gerir maður ekki einn og óstuddur.“


Anna Guðrún Valdimars | Hjúkrunarfræðingur


10 kg án þess að hafa fyrir því og jafnvægi alla daga! Ég elska það!

Áður en ég byrjaði í þjálfun hjá Júlíu var ég alltaf drepast í liðamótunum og var búin að fara í alls konar rannsóknir sem allar sýndu að ég ætti að vera við hestaheilsu, en það fannst mér ekki. Ég var alltaf þreytt og uppþembd. Mér fannst ég ekki orðin nógu gömul til að líða svona. Og markmið mitt var ekkert endilega að léttast, bara að líða betur, geta hreyft mig eins og ég vildi, þegar ég vildi, án þess að neitt myndi hindra það. Í fyrstu var ég pínu hrædd um að ég myndi ekki ná að fylgja, að þetta væri bara námskeið sem myndi enda og ég færi aftur í sama farið. Eða að 6 mánuðir væri of langur tími til að halda út, það færi inn í sumarið og þá myndi ég sennilega detta út úr þessu. En núna, eftir 4 mánuði í hópþjálfuninni, hef ég lést um 10 kíló, bara með því að taka til í mataræði mínu. Og það er bara bónus, því það var ekki eitt af markmiðum mínum. Liðaverkirnir eru miklu minni og það koma stundum dagar sem ég finn ekkert til í líðamótunum.

Ég er mikill matgæðingur og hef alla tíð verið rosalega mikill nammigrís. Og það fór bara versnandi eftir að ég átti börnin mín. Aldrei hefði ég trúað því að ég myndi ná að hætta að borða sælgæti. En núna langar mig ekki einu sinni í það þó að það sé fyrir framan mig. Það er meira að segja hægt að gera sér „nammi“ sem er mjög hollt. Og hvort sem það eru allar girnilegu mataruppskriftirnar sem ég er að nota eða „nammið“ sem ég geri þá virkar það vel fyrir alla fjölskylduna.

Það besta af öllu er jafnvægið, alla daga, besti árangurinn. Jafnvægi í einu og öllu, skapi, hungri/seddu, orku/þreytu og bara öllu! Mér finnst þjálfunin vera stuðningsmikil, hvetjandi og skemmtileg og það er gott að vinna með Júlíu. Þegar ég horfi til baka er ég rosalega ánægð að hafa tekið þetta skref, tekið þá ákvörðun að vera með í hópþjálfuninni, því ég veit að ég hefði aldrei getað lært allt sem ég er búin að læra, bara með því að reyna að afla mér upplýsinga sjálf.“


Vala Ólöf Jónasdóttir | Innanhússarkitekt

img10

img11

Frelsi!

Áður en ég kom í heilsumarkþjálfun til Júlíu var ég föst og komst ekkert áfram í átt að enn betra lífi sem ég vissi að beið mín. Mig langaði í meira frelsi og orku og vildi losna úr viðjum þess sem var að fjötra mig.

Ég var strax óviss um að fjárfestingin mundi skila sér vegna þess að mér fannst ég taka fjárhagslega áhættu og ég var heldur ekki viss um að ég myndi gefa mér tímann sem þurfti til.

Þjálfun hjá Júlíu var hvetjandi og lærði ég flottar nýjungar sem henta mér mjög vel og held ég þeim áfram til lífstíðar.

Ég lærði að þekkja sjálfa mig betur, upplifði frelsið við að hætta kaffinu og fullt af nýjungum sem henta mér vel á þeirri braut sem ég vil vera áfram á.

Verkir í baki eru horfnir og meltingin mun betri sem ég vissi ekki að gæti orðið neitt betri. Orka mín og áræðni var áberandi og vinkonurnar dáðust að mér.

Það sem stóð upp úr fyrir mig var frelsið sem ég fékk og að geta haldið áfram á þeirri braut sem ég komst á.

Þegar ég horfi aftur á fjárfestinguna hef ég enga eftirsjá þar sem ég þekki sjálfa mig betur og hvað ég má bjóða líkamanum upp á og hvað ekki.

Ég mæli hiklaust með þjálfun hjá Júlíu því þar er þekking sem sem tekur mann lengra en maður átti von á og er sérsniðin að hverjum og einum, ekki fjöldaframleidd eins og margt sem er í boði."


Auðbjörg Reynisdóttir | Hjúkrunarfræðingur og markþjálfi

img12

Sú allbesta fjárfesting..

Áður en en ég hóf samstarf með Júlíu leið mér mjög illa, bæði á sál og líkama, átti erfitt með að hreyfa mig og var með verki í mjöðm og fótleggjum, ekki bætti úr skák að burðast með öll þessi umfram kíló. Uppgjöf var skammt undan, síþreytt og döpur og hafði ég reynt margt í gegnum tíðina. Ég lofa þann dag sem ég kynntist Júlíu enda þakka ég henni hversu mjög líðan mín hefur breyst til batnaðar. Ég finn fyrir mikilli breytingu bæði andlega og líkamlega, hreyfigeta hefur stóraukist, ég er full af orku og bjartsýni er ríkjandi. Minnið mitt hefur stórbatnað og húðin er að verða eins og á ungabarni, mjúk og kláði og pirringur að hverfa.

Hópþjálfunin veitir mér aðhald, hvatningu og löngun til þess að halda áfram að ná lengra í heilsusamlegra líferni. Ég lít á Júlíu sem bjargvætt minn og er þetta án efa sú albesta fjárfesting sem ég hef gert. Nú upplifi ég heilbrigða sál í hraustum líkama og er það gulls gildi."


Ásgerður Guðbjörnsdóttir

img13

Besta fjárfesting sem ég hef gert til þessa svei mér þá!

Áður en ég fór í þjálfun með Júlíu var ég oft orkulaus, fann fyrir liðverkjum og stirðleika í baki sérstaklega fyrst á morgnanna og var oft með magaverk.

Eftir þjálfun er ég orkumeiri, laus við lið- og bakverki og hefur ekki liðið svona vel í maganum í langan tíma! Mér finnst auðveldara að fara á fætur á morgnanna og orkan helst út daginn. Að vera laus við verki veldur líka því að manni líður mun betur og er léttari í lund. Þar að auki eru 3 kíló farin.

Það kom mér á óvart hvað ávinningurinn kom fljótt. Ég fann fyrir aukinni orku strax á öðrum degi. Það kom mér líka á óvart að liðverkirnir stafi af mataræðinu því ég taldi mig ekki vera að borða mjög óhollan mat áður.

Ég fæ hrós á hverjum degi fyir þessa frábæru rétti frá bæði börnum og eiginmanni. Þetta er besta fjárfesting sem ég hef gert til þessa svei mér þá.“


Katrín Waagfjörð


Þetta er ekki skyndilausn heldur breyttur lífsstíll

Ég hef prófað svo margt að ég get ekki talið það allt upp hér. Þegar ég byrjaði í þjálfun vildi ég léttast og blóðsykurinn var of hár. Þessi þjálfun er algjör snilld! Ég er búin að léttast um 13 kíló og er laus við liðverki, bjúg og mígreni sem hefur háð mér frá barnæsku.

Í dag á ég auðveldar með að sinna daglegum störfum og taka erfiðar ákvarðanir því ég er andlega miklu sterkari. Ég er ekki sama manneskjan í dag og þegar ég hóf þjálfunina. Mér líður bara svo miklu betur á allan hátt. Lífið er yndislegt!

Mér finnst skipta svo miklu máli í þessari þjálfun að upplifa allan þennan stuðning bæði í formi fræðslu og ekki síður stuðninginn frá hópnum. Maður er aldrei einn. Þjálfunin gefur eftirfylgni og er langtíma plan og árangur! Þetta er ekki skyndilausn heldur breyttur lífstíll.“


Margrét Baldursdóttir

img15

img14

Æðisleg tilfinning að vera ekki lengur sykurfíkill, þetta var auðveldara en ég hélt

„Áður var ég í algjörri sykurneyslu, alltaf orkulaus og þung á mér. Ég var farin að fela nammi inni í skáp bara til að eiga útaf fyrir mig. Núna er öll þessi löngun farin og ég elska að fá mér einhverja af þessum gómsætu máltíðum sem við fengum uppskriftir af. Ég er farin að geta vaknað hress á morgnanna án þess að þurfa snooza. Svo er líka æðisleg tilfinning að vera ekki lengur sykurfíkill. Ég upplifi það að líkaminn varð allur orkumeiri og léttari og það kom mér á óvart hvað það er í raun auðvelt að tileinka sér nýtt mataræði. Þjálfunin hjálpaði mér að sjá að það er hægt að neyta orkuríkrar fæðu án sykurs."


Viktoría Birgisdóttir

,,Mun minni verkir í liðum og er léttari bæði andlega og líkamlega

Áður en ég byrjaði í þjálfun vildi ég losna við sykurinn og ég var orðin þyngri en ég hafði verið áður og vildi stoppa þá þróun. Í dag hef ég lést um 4 kíló og er með mun minni verki í liðum og mjaðmagrind og allur bjúgur farinn á kvöldin. Ég á mun auðveldar með að hreyfa mig og er léttari, bæði andlega og líkamlega. Ég upplifði mjög góðan stuðning frá Nýtt líf og Ný þú og er ánægð með fjárfestinguna.“


Ásdís Óskarsdóttir

,,Orkumikil og verð sko hress kerling fyrir 70 ára afmælið mitt með hópþjálfun Lifðu Til Fulls .

Áður en ég tók þessa ákvörðun var ég með mikla verki í skrokknum, ég er með slitgigt í baki og hálsi sem leggst á fleiri liði. Alla ævi hef ég átt í erfiðleikum með svefn, sem mikil vaktarvinna á mínum vinnuferli hjálpaði ekki með.

Ég ákvað að gefa sjálfri mér það að fara í Lifðu til fulls og verða hress kerling fyrir 70 ára afmælið mitt og hér er ég í dag og minn stærsti ávinningur er meiri orka. Ég hef einnig lést um 6,5 kíló og hreyfing er stígandi hjá mér. Ég hef einnig lært betur á líkama minn með fæðuvali, hvað hefur áhrif á líðan mína og svefnleysi. Ég þarf ekki að taka svefnlyf á hverju kvöldi, í samráði við lífsstílsbreytinguna og lækna mína. Ég er ánægð að hafa fjárfest í sjálfri mér og er viss um að þessi gamli klár heldur áfram fram á við."


Laufey Aðalsteinsdóttir

,,Hef fjárfest í því dýrmætasta sem ég á sem er heilsan.

Fyrir þjálfun var ég óánægð með sjálfa mig, ég hafði þyngst og var komin með allskonar verki. Í dag hef ég losnað við 6 kíló og verkirnir í liðum og vöðvum að mestu leiti horfnir. Ég er orðin orkumeiri og líður betur andlega og líkamlega. Ég upplifi hópþjálfunina jákvætt og finnst gott að vera með konum í hóp sem eru að glíma við sama vandamál og ég og það er gott að fá hvatninguna. Hef fjárfest í því dýrmætasta sem ég á sem er heilsan.“ "


Hanna Björnsdóttir


Vellíðan yfir að hafa yngst um mörg ár

Ávinningar mínir úr þjálfun er m.a viðsnúningurinn í mataræðinu þ.e. að velja réttu fæðusamsetninguna. Þá samsetningu sem svínvirkar! Og maður nýtur í botn! Léttleiki tilverunnar er tekinn við. Vellíðan yfir að hafa tekist að færa mig aftur til þyngdar sem hæfir minni líkamshæð. Vellíðan yfir að fötin þrengi ekki að líkama mínum. Vellíðan yfir að hafa yngst um mörg ár. Ég er stolt, yfir að hafa tekist að losna við 10 kíló og nýt þess að vera léttstígari og passa í fötin sem biðu í fataskápnum!"


Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir


,,Komin með minn lífsstíl.

Fyrir þjálfunina var ég frekar dauf og döpur, var búin að vera á hægri leið upp í þyngd síðasta árið og hafði löngun til að breyta lífstíl mínum. Í dag eru farin 6 kíló og ávinningurinn er margþættur, ekki bara þyngdartapið heldur líður mér allri betur. Ég er tilbúin að ganga alla leið og að gera þetta að mínum lífstíl. Hópþjálfunin er fín upplifun og það er góður stuðning og aðhald. Ég er sátt með ákvörðunina mína með þessa fjárfestingu í því mér líður betur á sál og líkama.“


Hildur Tryggvadóttir

,,Lést um 7kg, sef betur og er almennt orkumeiri

Nýtt líf og ný þú þjálfun er öðruvísi á þann hátt að hún er persónulegri, meiri fræðsla og stuðningur. Mjög gott að taka þetta svona skref fyrir skref á löngum tíma. Algjör snilld að geta haft þetta á netinu. Ég hef prófaði Atkinskúrinn, Íslensku vigtarráðgjafana, djöflast í ræktinni 6 daga vikunnar,hitaeiningar taldar af miklum móð, síðan prófaði ég Danska kúrinn. Gekk vel í fyrstu en svo stóð ég bara í stað þó að það væru allmörg aukakíló enn til staðar. Í dag hef ég lést um 7 kíló, sef betur og er almennt orkumeiri. Ég kem meiru í verk og er bjartsýnni.“


Guðbjörg Hjörleifsdóttir

,,Lít á þetta sem fjárfestingu í mér en ég hef látið sjálfan mig sitja á hakanum lengi.

Áður en ég byrjaði í þjálfun upplifði ég vanlíðan, depurð og uppþembu og var orðin hálfgert sófadýr.

Í dag hef ég lést um 4 kíló, heilaþokan og seyðingurinn í höfðinu horfinn. Ég tek minna af gigtarlyfjum í samráði við læknana mína og vefjagigtin er mun betri. Ég er mun glaðari og þoli álagið heima fyrir og í vinnunni betur. Ég upplifði hópþjálfunina vel, ég er vön að gera hlutina á eigin spýtur og á hnefanum, þannig það kom mér ánægjulega á óvart. Mér líður vel með fjárfestinguna og horfi á það sem fjárfestingu í mér, en ég hef látið sjálfan mig sitja á hakanum of lengi.“


Guðrún Kr. Þórsdóttir


Vöknuð til lífsins aftur, besta fjárfesting sem ég hef gert fyrir mig

Ég var týnd og fannst ég vera fangi vegna heilsu minnar, var föst heima við og upplifði mígreni á mjög háu stigi. Ég væri innandyra í dag með dregið fyrir alla glugga og ætti ekkert líf (lifandi dauð) ef ekki væri fyrir þessa þjálfun. Ég var hrædd við að prófa og dró fæturna en sá þetta sem mína síðustu von um betri heilsu.

Í dag líður mér betur í líkamanum, hef meiri orka, jafnvægi, er léttara í lund, bjartsýni og verkir í fótum farnir. Var í þyngd 77- 78, er núna 72 kíló. Vöknuð til lífsins aftur eftir langan tíma. Þessi ávinningur hefur bjargað lífi mínu og er nýtt líf á svo marga vegu.

Þegar ég lít til baka, fæ ég tár í augun og svo mikið þakklæti fyrir að hafa þorað að prófa og ég sé ekki eftir því í dag. Ég var svo hrædd að þetta væri einhver bóla sem myndi springa. Í þetta skipti gerði ég rétt og að fjárfesta í “Nýtt líf, ný þú” hjá Lifðu til fulls er besta fjárfesting sem ég hef gert fyrir mig og heilsu mína. Þjálfunin er frábær því það var tekið á öllu, farið í allt."


Bjarney Sigurlaugsdóttir


img16

,,Orka , orka og aftur orka.

Orka, orka og aftur orka. Ég vakna um leið og ég heyri í börnunum, snooza ekkert heldur fer strax á fætur. Þegar ég er svöng þá byrja ég alltaf að hugsa um það hollasta sem ég geti fengið mér og svo er ég byrjuð núna að kíkja ósjálfrátt á umbúðir og ef það er sykur í því þá reyni ég að kaupa eitthvað annað eða hugsa hvort ég þurfi virkilega að nota þetta matvæli.“


Ísey Jensdóttir

img17

"Þjálfunin var einföld og gaf mér styrkinn að standast freistingar og halda mínu striki áfram.

Áður en ég byrjaði í þjálfun upplifði ég slen og orkuleysi, sérstaklega seinnipart dags. Minn ávinningur er meiri orka, laus við sykurpúkann, betri líðan, betra jafnvægi og búin að losna við nokkur kíló. Það kom mér á óvart hvað þetta var í raun einfalt og aldrei nein pressa, heldur lærði maður að hlusta á líkamann og upplifa hreina vellíðan þar með. Þjálfunin hjálpaði mér að fá styrk til að standast freistingar, og halda mínu striki varðandi breytt mataræði.“

Ásdís Baldvinsdóttir

img18

"Losnaði við sykurlöngun og 3-4 kg

Áður en ég byrjaði í þjálfun var ég mjög sólgin í sykur og notaði gos og nammi sem umbun og uppörvun. Ég hafði einnig þyngst töluvert á einu ári og var orðin ósátt við ástandið. Það var því nauðsynlegt að gera eitthvað í málinu. Í þjálfuninni bætti ég við mig mikilli þekkingu og prófað margt nýtt og gott. Ég losnaði við sykurlöngun ásamt 3-4 kílóum og hef betra andlegt jafnvægi og minni hormónasveiflur. Það kom mér á óvart hvað mig langaði minna í nart og hvað mér fannst svona náttúrulegt nammi gott, ef mig langar í eitthvað sætt núna langar mig ekki í kók og súkkulaði eða kökur og bland í poka.“

Arnheiður Dögg Einarsdóttir

img29

''Sykurþörfin hvarf á fyrsta degi og er ég 3 kílóum léttari, þolinmóðari og orkumeiri

Hef notið þess í sumarfríinu að elda og borða góðan mat og mun klárlega nota þessar uppskriftir áfram. Fannst sykurþörfin nánast hverfa á fyrsta degi (tengi það matnum). Finn að líkaminn er mun léttari þó svo að vigtin segi annað (er þó búin að missa 3 kíló) Auðveldara að vakna og sneggri framúr. Einnig er sálin léttari, stiginn auðveldari og er ekki frá því að þolinmæðin hafi aukist."

Þorgerður Elín Brynjólfsdóttir


"Ég er 5 kílóum léttari, orkumeiri og sef betur

Upplifun mín hefur verið mjög góð. Mér fannst koma á óvart hvað maturinn var góður. Ég er miklu hressari á morgnanna. Ávinningurinn er líka sá að núna hika ég ekki við að elda heilsurétti og hafa með mér í nesti daginn eftir. Það hafa líka farið 5 kíló, ég er orkumeiri, sef betur og mér líður bara svo miklu betur bæði á líkama og sál."

Brynja Rós Guðlaugsdóttir

img19

img20

"Gott að finna aukna orku og léttara líf

Kæra Júlía og Sara – mig langaði að þakka ykkur fyrir þessa frábæru daga með ykkur. Ótrúlega gott að finna aukna orku og léttara líf á svo margan hátt eftir þessa endurræsingu. Þetta hefur verið algjörlega frábært og svo miklu auðveldara en mig þorði að vona. Þúsund þakkir!"

Sólveig

img21

"Mér líður eins og sigurvegara þegar ég kem úr þjálfunartíma með Júlíu

Ég ákvað að fara í heilsumarkþjálfun til að léttast og koma rútínu á hreyfingu hjá mér. Þótt ég væri ekki yfir 30 í BMI (obesity) þá var ég með þessi leiðinlegu aukakíló, þ.e. í flokknum of þung, BMI 25-30. Ég hafði enga stjórn á mér og át allt sem sætt var og fékkaldrei nóg.

Júlía benti mér á að hugsa frekar um hvað kæmi kroppnum mínum vel en að léttast. Þá fyrst gat ég farið að breyta mínum venjum og það bara með því að breyta hugsuninni. Ég fór í algjört vínbindindi og sælgætisbindindi og eins og fyrir töfra þá bara gekk það upp. Hafði lítið fyrir því.

Síðan hafa bæst við ný markmið og það er bara þannig að alltaf á Júlía ráð þótt eitthvað klikki hjá manni. Mér líður eins og sigurvegara þegar ég kem úr þjálfunartíma

Ég hvet alla til að panta tíma, setja sér markmið og – ná Þeim. Til þess mæli ég 100% með Júlíu. Hún hefur sýnt það og sannað að hún hefur breiða þekkingu á sínu sviði og leggur mikla alúð í allt sem hún gerir."


Edda Magnúsdóttir | Matvælafræðingur og hráfæðiskokkur

img22

"Komin yfir alla sykurlöngun og hefur einnig tekist að hrífa manninn minn með mér

Upplifun mín eftir þriðju viku í 21 daga þjálfuninni er meiriháttar góð. Orkan hefur aukist til muna og mig langar ekki lengur í sætindi heldur er ég alltaf spenntari að prófa nýja og nýja grænmetisrétti. Ávinningurinn er að vera komin yfir alla sykurlöngun og mér hefur einnig tekist að hrífa manninn minn með mér í þetta prógramm. Takk kærlega fyrir mig.“

Jóhanna Lovísa Gísladóttir

img23

"Júlía hefur helgað sig því að hjálpa öðrum og að finna leiðir að lifa lífinu til fulls

Það er gott að koma til Júlíu, hún er fagleg, gefandi og hlý manneskja sem hefur helgað sig því að hjálpa öðrum að finna leiðir til að lifa lífinu til fulls, með metnað og brennandi áhuga á því sem hún er að gera, og gerir það mjög vel."

Linda R. Ómarsdóttir | Ráðgjafi hjá Kvennaathvarfinu


,,Ávinningurinn á þjálfuninni er allsherjar vellíðunar lífsstíll.

Eftir aðeins 2 mánuði í þjálfun hjá Júlíu hef ég farið fram úr mínum eigin væntingum og náð hverju markmiði sem við settum hvað varðar þyngdarstjórnun, heilsusamlegt líferni og lífskraft. Augu mín hafa opnast fyrir mikilvægi sjálfsumhyggju og er það orðin fastur liður í mínu daglega lífi! Aldrei hafði það hvarflað að mér að hlusta og skoða undirstöðuþætti þess sem ráða matarvali mínu.

Ávinningurinn á þjálfuninni er allsherjar vellíðunar lífstíll. Júlía er bæði jákvæð og hjálpsamur leiðbeinandi, viðmót hennar er bæði vinalegt og fróðlegt og hefur verið mér gríðar mikil hjálp að heilbrigðari lífstíl.

Ég mæli eindregið með Júlíu til að aðstoða þig við að ná þínum persónulegu markmiðum


Diana Jakob´s | Rvk, Kokkur.

img24

img25

"Orkumeiri og betra líf, aldrei upplifað annað eins!

Áður en ég hóf hópþjálfun hjá Júlíu var ég eins og versti unglingur á morgnanna og sofnaði aftur á og þurfti að leggja mig yfir daginn því ég gat ekki haldið augunum opnum. Mér leið eins og ég væri að líða útaf.

Aðeins mánuði inn í þjálfunina og ég ætlaði varla að trúa muninum! Ég vakna hress, kát og vel hvíld og get átt rólega morgna með manninum mínum, 3 börnum mínum oghundi! Égheld síðan orkunni jafnt yfir daginn! Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður! Þegar ég horfi á fjárfestinguna í hópþjálfuninni líður mér frábærlega vegna þess að þetta virkar. Já takk, lífsstílsbreyting!“


Anný Jakobsdóttir | Stuðningsfulltrúi.

img27

"Vá ,hvað ég lærði mikið!

Takk fyrir frábæra þjónustu, ég fékk að fara og versla með þér í dag og vá hvað ég lærði mikið og hlakka til að prufa mig áfram um helgina, vil hrósa þér fyrir vandvirkni og hvað þú gefur manni mikið þegar við hittumst. Hlakka til framhaldsins.“

Jóhanna Gunnars | húsmóðir.

img28

"Án nokkurs efa mæli ég með heilsumarkþjálfun hjá Júlíu fyrir hvern sem er!

Áður en ég byrjaði í heilsumarkþjálfun hjá Júlíu átti ég erfitt með að finna mat sem ég gat borðað án þess að fá illt í magann. Ég hef lengi verið viðkvæm í maga og þoli ekki mat eins og hveiti, mjólk og margt fleira. Ég var að hreyfa mig en mig vantaði vissa hvatningu og hjá mér var það aðallega mataræðið sem þurfti að taka í gegn.

Strax í byrjun á 6 mánaða prógramminu setti ég mér markmið varðandi hreyfingu, bætt mataræði, úrlausn á ýmsum heilsukvillum og fleira hjá mér sem gekk mjög vel að ná og fannst mér stuðningur Júlíu ómetanlegur. Hún fræddi mig um holla fæðu sem ég varð mjög hrifin af, eins og kínóa og chiafræ, sem ég get ekki verið án í dag!

Ég lærði að skrifa matardagbók sem gerði mér kleift að sjá betur hvað égborða sem ég fer illa í mig. Í dag get ég upplifað orku,betri stjórn og jafnvægi á skapi ásamt því að vera meðvituð um langanir og hvaða fæðu og magn ég þoli og þoli ekki.

Samstarfið með Júlíu gekk mjög vel og það var ánægjulegt að fá svona mikinn stuðning og mikla tilsögn frá henni. Hún gefur af sér 100 % til að hjálpa manni og get ég án nokkurs efa mælt með heilsumarkþjálfun hjá henni fyrir hvern sem er. Það er gott að hafa einhvern til að hvetja sig og geta talað við einhvern um ýmislegt sem hvílir á manni. Ég veit meira núna og hef lært mikið af henni og mun nýta mér það í framtíðinni.”


Sigrún Guðmundsdóttir | Hjúkrunarfræðingur.


"Júlía kemur aukakílóunum niður en með allt öðrum hætti en áður og hjálpar þér að kynnast sjálfri þér og lífinu upp á nýtt og lifa til fulls.

Júlía Magnúsdóttir er að innleiða einstakt og afar áhugavert gegnumbrot í heilsugeiranum með heilsumarkþjálfuninni sinni. Ég hef fylgst með henni frá því að hún skráði sig í Integrative Nutrition næringarráðgjafaskólann til þess að verða heilsumarkþjálfi og get ég sagt það með fullvissu að hún hefur bæði hjartalagið og metnaðinn til þess að hjálpa þér að kynnast sjálfri þér og lífinu upp á nýtt, lifa því til fulls og finna gleðina og hamingjuna sem býr innra með þér.
Heimurinn í dag er oft niðurbrjótandi fyrir konur og krafan um að þurfa líta fullkomlega út er svo fjarri því að vera nauðsynleg eða æskileg. Þar af leiðandi finnst mér svo frábært að Júlía einblíni ekki bara á að koma niður aukakílóunum heldur hugsar hún fyrst og fremst um að kúnninn læri að elska sjálfan sig og verða sín eigin fyrimynd, en ekki einhver annar. Júlía hefur náð einstökum árangri á stuttum tíma og trúi ég því að hún eigi eftir að hjálpa mörgum konum að verða sáttari og ánægðari með sjálfa sig.“

Svava María Ómarsdóttir | húsmóðir og vínkona.

img26

Pin It on Pinterest