6 leiðir til að segja nei við matarpressu!
svefn og heilsa
Þakklæti, svefn og heilsa
3rd December 2013
gómsæt uppskrift
Heilræði og gómsæt uppskrift
17th December 2013
svefn og heilsa
Þakklæti, svefn og heilsa
3rd December 2013
gómsæt uppskrift
Heilræði og gómsæt uppskrift
17th December 2013
Show all
Deildu á facebook
Facebook

6 leiðir til að segja nei við matarpressu!

Freistingar mataræði

Hér koma nokkur ráð svo þú getir sagt nei við freistingum í veislum og jólaboðum með kurteisi!

Freistingar í jólamánuðinum eru allstaðar. Allt frá rúllutertum og sykruðum smákökum til eggjapúns og steika og kjöts í allri sinni mynd. Svo ekki sé talað um Malt og Appelsín og allt gosið.

Freistingarnar virðast stundum vera endalausar!

Það getur því verið nógu erfitt að fóta sig í kringum allar kræsingarnar í jólaboðinu án þess að þurfa verða fyrir þrýstingi um að fá þér frá frænku þinni sem reynir að troða á þig extra skammti af kartöflustöppu, eða ömmu gömlu sem biður þig að fá þér aðra sneið af margrómuðu tertunni sinni.

Jafnvel löngu eftir að hátíðardagarnir eru gengnir í garð, þá er alltaf einhver viðburður í gangi: afmælisveislur, fjölskylduboð, vinnupartý, brúðkaup og þar fram eftir götunum—og allir þessir viðburðir eiga eitt sameiginlegt(fyrir utan allan matinn): “Matsalar”!

Matsalar eru fólk sem virðist hafa mikið gaman af því að skipta sér af því hvað er á disknum þínum, og reyna sjá til þess að þú sért alltaf með nóg og prófir helst allt sem er á boðstólnum. Matsalarnir eru misjafnir og eru allt frá velgjörðafólki þínu til algjörra megrunarbana.

En burtséð frá þeirra ástæðum þá er mikilvægt fyrir þig að halda vörnum á lofti. Þú getur alltaf verið hreinskilin og sagt að þú sért einfaldlega að reyna borða hollari mat, en ef það svar er hunsað munu eftirfarandi svör hjálpa þér að hafa stjórn á því hvað fer á diskinn þinn og í munninn á þér!

79edd5a3d0bf2cf2bb503ebfc99275feÞrýstingurinn: “Þetta er mitt sérsvið, þú verður að prófa þetta!”

Þitt Svar: “Ég geri það eftir smá!”

Afhverju Virkar Það: Að fresta er frábær taktík gegn matsölum. Góðar líkur eru á því að viðkomandi muni ekki elta þig um til að vera viss um að þú prófir réttinn. Ef þú lendir aftur í matsalanum í lok boðsins og hann spyr hvað þér fannst, segðu þá að þú hafir steingleymt því en þú munir pottþétt prófa réttinn næst.

Þrýstingurinn: “Þessi réttur er uppháldið mitt. Þú munt elska hann!”

Þitt Svar: “Ég er búna fá mér – rosalega góður!”

Afhverju Virkar Það: Hvít lygi í þessum kringumstæðum er ekki að fara skaða neinn. Matsalinn þarf ekki að vita að það eru mörg ár síðan þú fékkst þér svona rétt. Þú kemst hjá því að borða það sem þú vilt ekki borða og matsalinn fær viðurkenningu fyrir réttinn frábæra.

Þrýstingurinn: “Þetta er bara einu sinni á ári!”

Þitt Svar: “En ég mun líklega lifa lengur til að geta haldið uppá fleiri hátíðardaga ef ég held mig við mataræði mitt!”

Afhverju Virkar Það: Það er erfitt fyrir matsalann að þrýsta á þig þegar þú dregur athyglina að því að þú borðar heilsusamlega og stundar líkamsrækt fyrir betri heilsu og lengra líf.

Þrýstingurinn: “Ef þú prófar ekki réttinn minn þá verð ég bara að neyða þig til að borða hann!”

Þitt Svar: “Því miður en ég bara borða ekki(eða má/get ekki borðað) [eitthvað innihaldsefni].”

Afhverju Virkar Það: Það er erfitt að pressa á manneskju þegar það kemur að persónulegum bragðlaukum. Ef einhverjum er í nöp við eitthvað innihaldsefni eins og sætar kartöflur, smjör, eða mjólk t.d. þá eru góðar líkur á að viðkomandi hafi líkað illa við það í mjög langan tíma. Ef þú vilt ganga enn lengra með dæmið, farðu þá í smáatriði með hvernig þú varst veik af innihaldsefninu sem krakki eða hvernig mamma þín segir að þú hafir hent því frá þér sem barn. Hver getur þráttast við það?

Þrýstingurinn: “Einn biti drepur þig nú ekki.”

Þitt Svar: “Ég veit, en einu sinni smakkað og þú getur ekki hætt! Og ég er viss um að þetta sé það gott að ég gæti ekki stoppað.

Afhverju Virkar Það: Hérna eru aðrar kringumstæður þar sem kímni mun afvegaleiða matsalann frá ætlunarverki hans. Þetta er leið til að segja “takk, en nei takk” á meðan þú gerir það ljóst að þú hafir engan áhuga á að éta á þig gat í græðgi.

Þrýstingurinn: “Það eru svo miklir afgangar. Taktu með þér!”

Þitt Svar: “Nei það er allt í lagi! Þú hefur þetta bara í matinn á morgun!

Afhverju Virkar Það: Það eru ekki allir gestir sem nenna að standa í veseni við að taka mat með þeim heim, og þetta lætur það í ljós að þú vilt að maturinn verði eftir. Ef gestgjafinn krefst þess hinsvegar þá geturu svo sem alltaf tekið eitthvað með þér, þú ræður svo alveg hvort þú borðar þessa afganga eða ekki. Þannig hvort sem þú hendir matnum á endanum eða deilir kökusneið með makanum, að þá ert þú við stjórnvöllinn!

Þessar aðferðir geta gert kraftaverk í félagslegum samskiptum, en oft er líka bara best að vera hreinskilin og segja einfaldlega “nei takk”  en því er erfitt fyrir matsalann að sigrast á, sérstaklega ef það er endurtekið með áherslu.

Mundu líka að það er allt í lagi að leyfa sér sumt í hófi, þannig þú gjörsamlega sviptir þig ekki öllum þínum uppáhalds hátíðarmat. Vertu bara viss um að þú sért við stjórnvöllinn – en ekki vinur, fjölskyldumeðlimur, eða vinnufélagi sem veit ekkert um þína heilsu og þín markmið!

Líkaði þér greinina? Mér fannst hún nokkuð fyndin!

Ef þú ert sammála máttu deila með vinum þínum á facebook og sérstaklega ef þú átt vínkonu sem er heilsuhuga og gæti notað ráðin í næsta jólaboði.

Mig langar samt að heyra frá þér!

Hefur þú einstakt lag á að segja “Nei takk” við matsalana? Og hvaða ráð hér að ofan var þitt uppáhald?

Deildu með í kommentunum hér fyrir neðan!

 

Óska þér heilsu, hlýju og hamingju

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

2 Comments

  1. Mitt uppàhald er: svar 1. Nei takk, svar 2. sýnist þèr èg hafi gott af þvì?
    99% hætta.

  2. Júlía, heilsumarkþjálfi says:

    Já Sigrún, það er eitt af mínum uppáhalds svörum. En ekki allir sem myndu þora að segja!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *