6 einfaldir hlutir sem slá á sykurþörfina strax!

6 einfaldir hlutir sem slá á sykurþörfina strax!

Súkkulaðikúlur
Súkkulaðikúlur á innan við 4 mínútum, þú verður að prófa!
25th July 2016
sleppa sykrinum
Ég skora á þig að sleppa sykri með mér!
9th August 2016
Sýna allt

6 einfaldir hlutir sem slá á sykurþörfina strax!

Sykurþörf kókoshnetur
Deildu á facebook

Ef þú hefur fylgst með mér á samfélagsmiðlum veistu að bókin mín er komin í prent og lífið leikur við mig.  Þann 15. ágúst hefst svo hin vinsæla 14 daga sykurlausa áskorunin okkar en hún er alveg ókeypis. Ég leiði þátttakendur í gegnum það hvernig eigi að taka sykurinn út, gef uppskriftir sem slá á sykurþörfina, sendi innkaupalista og meira til.

Ef þú ert ekki þegar búin að skrá þig, þá hvet ég þig til að gera það með því að smella hér. Þú hefur engu að tapa.

Áður en ég breytti um lífsstíl og tók sykurinn alfarið út upplifði ég stöðuga sykurfíkn og var sífellt að streitast á móti henni. Ég er nefninlega þannig að ef ég leyfði mér smá var ekki aftur snúið, nammipokinn skyndilega tómur og ég full vanlíðunar á eftir. Sem fyrrum sykurfíkill hef ég því margt reynt í baráttunni gegn sykurpúkanum og mig langaði að deila með þér 6 ráðum sem ég tel vera lykilinn að því að losna undan fíkninni:

1.Haltu blóðsykrinum stöðugum.

Byrjaðu daginn á einhverju sem er ríkt af próteini og fitu því það gefur góða fyllingu sem endist fram eftir degi. Sykur kemur blóðsykrinum úr jafnvægi á meðan prótein og fita halda honum stöðugum. Grænn drykkur með möndlum og avókadó er góð byrjun á deginum eða sem millimál.

 

Gæti grænkál verið nýja mjólkin- (3) copy

2. Sofðu nóg.

Ég finn það alltaf á sjálfri mér ef ég sef lítið þá sækist ég frekar í eitthvað sætt yfir daginn og eflaust mörg ykkar líka. Svefnleysi kveikir á streitu hormónum, líkaminn hreinlega ærist og kallar á orkuríka og sykursæta hluti. Það er því gríðarlega mikilvægt að ná sjö til átta klukkustunda svefni á nóttu.

3. Finndu aðrar leiðir til að gleðja þig.

Stundum stafar löngunin í eitthvað sætt ekki af einhverju líkamlegu heldur miklu frekar andlegu. Streita, einmannaleiki og leiði geta t.d. orsakað sykurlöngun. Stundum borðum við sykursæta hluti til að gleðja okkur eða fylla upp í eitthvað tómarúm í lífinu. Það getur verið skynsamlegt að skoða hvað stendur að baki löngununum og finna aðrar leiðir til að gleðja sig. Hvað gleður þig? Stund með vinum og fjölskyldu? Kannski eitthvað annað? Finndu leið til að rækta sjálfa þig og hlúa að þér.

4. Kókosolía.

Kókosolía hefur reynst mörgum einstaklega vel gegn sykurpúkanum. Einn viðskiptavinur hjá mér sagði mér frá því að þegar hún upplifir sykurlöngun fær hún sér teskeið af kókosolíu og löngunin hverfur samstundis. Veldu hágæða kókosolíu og ef þér líkar ekki við bragðið þá er til lyktar- og bragðlaus kókosolía.

5. Hægðu á þér – borðaðu með núvitund.

Hver kannast ekki við að hafa rétt svo opnað nammipokann þegar hann er orðinn tómur.  Það að draga úr sykurlöngun þarf ekki að þýða að þú munir aldrei geta fengið þér sætan mola aftur heldur frekar að endurstilla líkamann og njóta þess betur þegar molinn er borðaður. Næst þegar þú færð þér eitthvað sætt, taktu mola í munninn, geymdu hann í dágóða stund í munninum (í allt að mínútu) og virkilega taktu eftir bragðinu, finndu hvernig ólíkir bragðtónar koma fram smátt og smátt og hvaða tilfinning fylgir.

6. Borðaðu mat sem slær á sykurþörfina.

Bætiefni eins og zink, magnesíum og króm eru lykilvítamín sem getað hjálpað með sykurlöngunina. Rannsóknir hafa einnig sýnt að konur þrá súkkulaði meira en venjulega þegar komið er að þeim tíma mánaðarins. Þetta stafar af aukinni magnesíum þörf okkar. Magnesíum er hægt að taka inn í töflu- eða duftformi en einnig finnst það í klettasalati, gráfíkjum og kasjúhnetum sem dæmi. Í sykurlausri áskorun förum við nánar í þá fæðu sem hjálpar okkur í baráttunni gegn sykurpúkanum.

Hvert þessara skrefa ætlar þú að prófa? Átt þú kannski einhver töfraráð gegn sykurpúkanum?

Deildu því endilega með mér í spjallinu að neðan.

Ef þú ert ekki nú þegar skráð/ur í ókeypis sykurlausu áskorunina skráðu þig þá með því að smella hér. Þannig tryggir þú þér pláss og munt fá uppskriftir, innkaupalista og stuðning. Það er rakið að fara inn í haustið með minna af sykri og meiri orku.

Ég veit að sykurleysið reynist þér auðveldara en þú átt von á. Sjáðu hér hvernig öðrum gekk.

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi

print

Skráðu þig fyrir vikuleg hollráð að aukinni orku - það er ókeypis!

Fáðu strax „Sektarlaus sætindi fyrir mjórra mitti” rafbók!

2 Comments

  1. Katrín says:

    Það er sko staðreynd að steinefnin virka til þess að slökkva á eða minnka sykurlöngun. Mjög einfalt ráð til að byrja á að reyna að slökkva á þessum púka – bara taka inn steinefni i massavís (þau sem ekki nýtast í líkamanum hverfa út og eru ekki til trafala) Svo auðvitað borða hollan mat :-)

Skildu eftir athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegt að fylla út reiti merkta *

Pin It on Pinterest

Share This