5 hlutir sem ég er að elska akkurat núna
chia grautur
5 innihaldsefni, 5 mín, fullkominn millibiti fyrir orku
19th August 2014
Settu þetta í nestisboxið…
2nd September 2014
chia grautur
5 innihaldsefni, 5 mín, fullkominn millibiti fyrir orku
19th August 2014
Settu þetta í nestisboxið…
2nd September 2014
Show all
Deildu á facebook
Facebook

5 hlutir sem ég er að elska akkurat núna

vegan ís

Ég get verið mjög vandlát á það sem ég hleypi inn í lífið mitt – fólk, matur, hlutir, tónlist og meira að segja orð.

Að ákveða meðvitað hvað við hleypum inn hefur gífurleg áhrif á okkar heilsu. Eitt af uppáhalds hlutunum mínum við að blogga er að ég get deilt með ykkur lesendum því sem ég elska akkurat núna, og ég verð ótrúlega spennt þegar eitthvað fyrirtæki sem ég elska býður lesendum mínum spes tilboð fyrir að fylgjast með.

Þeir sem þekkja mig vita að þessi atriðið hafa einkennt mig í sumar. Hér koma 5 hlutir, í engri sérstakri röð, sem ég er að elska þessa dagana.

 

1. Íslensk náttúra

Sem íslendingur er auðvelt að taka náttúrunni sem sjálfsögðum hlut.

Ég var á leiðinni heim frá New York um daginn og það lá við að flugvélin væri full af túristum. Það  er engin furða þar sem náttúran okkar er stórfalleg.

Í sumar hef ég gripið hvert tækifæri til að fara út, njóta náttúrunnar, sólarinnar þegar hún lætur sjá sig og fara í bústað, tjalda eða keyra um landið.

Bara í síðustu viku var ég hjá einni fallegustu náttúruperlu landsins, Dyrhólaey eins og sést á myndinni.

 

Screenshot 2014-08-25 10.30.33

Hvaða staður nýtur þú að fara til á Íslandi? segðu mér í spjallinu hér að neðan

 

2. Blendtec blandarinn minn

Eftir ferðalag og flakk erlendis knúsaði ég Blendtec blandara minn við heimkomu.

Allar innbyggðu stillingarnar fyrir græna boozt drykki, heitar súpur, salatsósur, grjón og hvað eina. Ég held ég sé of góðu vön.

Þar sem ég elska hann svona mikið ætlar Blendtec að bjóða lesendum mínum 5% afslátt af heimilisblöndurunum sínum út 18. sept. Með því að tilgreina; Lifðu til fulls færðu afsláttinn. Farðu hér til að skoða blandarann betur. 

 

blendtec

 

Láttu mig vita hvaða lit þú velur og ef þú elskar hann eins mikið og ég hér að neðan í spjallinu.

 

3. Bændamarkaðir

Það er alltaf svo ánægjulegt að fara á góðan bændamarkað, fylla ísskápinn heima af lífrænu og góðu grænmeti, elda síðan eitthvað gott fullviss um hvaðan fæðan kemur.

Passaðu þig þó að skola grænmetið vel, því litlar lífrænar pöddur geta leynst í salatinu þínu ef þú gerir það ekki. Hefur komið fyrir hjá mér, oftar en einu sinni.

Að styrkja bændur er bæði skemmtilegt og gefandi fyrir samfélagið.

Hagstæður bændamarkaður sem ég hef sótt hér í bænum er rétt utan við Mosfellsbæ, annars hef ég oftast fundið einhvern þegar við höfum verið á keyrslu um landið.

Sækir þú bændamarkað? Ef svo er hverjum mælir þú með? skrifaði í spjallið að neðan

 

4. Birkinstock sandalarnir mínir

Ég veit að við Íslendingar getum aðeins notað sandala c.a 3 mánuði á árinu hérlendis en af hverju ekki þá að vera í skóm sem láta þig líða vel, fara vel með fæturna og skilja þá ekki eftir þreyta.

Ég hef átt þessa í þó nokkur ár núna og nota alltaf í ferðalagi erlendis og alltaf eru þeir eins og nýjir.

Screenshot 2014-08-25 10.32.00

Birkinstock skórnir hafa verið til ótal lengi og fást sem opnir og lokaðir sandalar eða tásuskó eins og ég nota. Þeir eru seldir á verslunum amazon.

 

5. Sykurlaus og vegan ís

Manni langar alltaf í ís þegar það kemur sumar, það er bara þannig

Nema auðvitað að þú borðir ekki ís, sem er leiðinlegt.

Eftir að ég breytti um lífsstíl hef ég leitað mér að sektarlausri og góðri leið fyrir líkamann að njóta sætinda þar sem ég upplifi ekki að ég sé að banna mér hluti.

Ég birti góða uppskrift hér áður að sykur og mjólkurlausum “vegan-ís” sem þú getur sótt hér. En ef þú ert einhverntíman í bænum hef ég smakkað góðan vegan ís á Bada-Bing ísbúð á Laugarvegi.  

 

 

Hvaða hlutir elskar þú akkurat núna?

 

Segðu mér í spjallinu hér að neðan!

 

Og ef þér fannst greinin skemmtileg smelltu á like hér á facebook takkann.

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *