3 hollráð til að léttast án þess að telja kaloríur
áhrif á þyngdartap
Hvernig matartími og svefn hefur áhrif á þyngdartap
3rd September 2013
Hnetur og fræ
5 fæðutegundir sem hjálpa þér að brenna bumbuna (fyrri hluti)
17th September 2013
áhrif á þyngdartap
Hvernig matartími og svefn hefur áhrif á þyngdartap
3rd September 2013
Hnetur og fræ
5 fæðutegundir sem hjálpa þér að brenna bumbuna (fyrri hluti)
17th September 2013
Show all
Deildu á facebook
Facebook

3 hollráð til að léttast án þess að telja kaloríur

hollráð til að léttast

shutterstock_766443-640x250

Að vigta eða telja kaloríur inntöku er eitthvað sem ég hvet engan til að gera. Það er einfaldlega ekki náttúruleg leið til að meta hvað og hvenær þú ættir að borða.

Okkur var ætlað að borða hreina fæðu og að vera í betri tengslum við líkama okkar og þegar við fylgjum því eftir líður okkur miklu betur og við getum virkilega upplifað náttúrulegt þyngdartap OG haldið því til frambúðar.
Hefur þú eitthvað pælt í því að sumar kaloríur gera þig sadda og sæla á meðan aðrar fá þig til þess að borða meira? Hver hefur t.d. ekki klárað kartöfluflögupokann án þess að taka eftir því? Og hver í ósköpunum vill vera enn svöng eftir að hafa borðað 100 kaloríu poka af kartöfluflögum?
Aðalatriðið er að kaloríurnar sem þú borðar ættu að vera gæðakaloríur, því þetta er ekki spurning um magn heldur gæði, sama hver kaloríufjöldinn sé.
Hvernig á að léttast er ekki einhver flókin stærðfræði.
Ef þú losar þig við gosdrykkina, unnið kolveti, unninn sykur, neyslu á of miklum dýraafurðum (acidic) og mjólkurafurðum – og bætir þess í stað inn heilum grjónum, grænmeti og ávöxtum mun líkami þinn byrja að starfa mun betur og byrja að losa um fituna sem hann heldur svo fast í.
3 hollráð að eðlilegu þyngdartapi eftir fertugt

1. Minnkaðu mjólkurneysluna….ostinn, rjómann, mjólkina…

Mjólkurvörur geta verið erfiðar fyrir mannslíkamann að melta og er í raun ekki eðlileg fæða fyrir okkur mennina en við erum einu spendýrin sem höldum áfram að neyta mjólkurvara á fullorðinsárum. Þar að auki eru mjólkurvörur ein af helstu ofnæmisvaldandi fæðutegundum.

Þrátt fyrir að hafa verið auglýst sem æskileg fæða fyrir fitubrennslu í mörg ár, geta mjólkurafurðir í raun valdið því að þú þyngist. Prófaðu þig hægt og bítandi með að taka þær úr mataræði þínu og sjáðu hver munurinn verður!

2. Meira af þessu náttúrulega

Grænmeti og ávextir innihalda lítið magn kolvetna. Trefjainnihald þeirra er hátt sem gerir það að verkum að þér finnst þú vera södd, þó svo þú sért ekki að borða hundruðir hitaeininga yfir daginn. Þegar þú skiptir skyndibitanum út fyrir boozt drykk, salat, heil grjón og aðra heilsusamlega rétti minnkar hitaeininganeyslan sjálfkrafa – það er ekki flókið reikningsdæmi. Þegar fæðan er auk þessa rétt samsett mun orka þín aukast, fitubrennslan styrkjast og óhreinindi sem safnast hafa upp í líkamanum í gegnum árin hreinsast út.  Einn þeirra þátta sem ég hjálpa konum með er að hætta að einblína á hitaeiningamagnið heldur hugsa um það að fylla líkama sinn af góðum og næringarríkum mat sem seður hungrið.

3. Ekki leyfa umbúðunum að blekkja þig

Lestu leiðbeiningarnar og horfðu á innihaldslýsinguna, ekki hitaeiningarnar. Þegar þú hefur fundið þína leið að eðlilegu þyngdartapi og meiri orku ættir þú í raun og veru ekki að þurfa að lesa utan á margar umbúðir.

Er það ekki hressandi að vita að þú getur lést án þess að það valdi þér miklu hugarangri?

Veldu heilnæma fæðu, fæðu sem er fersk og síðast en ekki síst veldu þá fæðu sem hentar þínum líkama. Þetta er meðal annars það sem ég hjálpa konum að gera með heilsumarkþjálfun í  3-6 mánaða umbreytingu.

Borðaðu góðan mat og láttu þér líða vel að innan sem utan!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

4 Comments

  1. Auður Sigurðardóttir says:

    Heil og sæl.

    Ein “lítil” spurning: Er ekki vont fyrir okkur að fá of mikið af frúktósa?

    Kveðja,
    Auður

    • Júlía, heilsumarkþjálfi says:

      Sæl Auður, takk fyrir að senda okkur okkur inn þessa spurningu. Jú, of mikil neysla af frúktós hafa rannsóknir í dag sýnt fram á að vera einn helsti valdur margra mjög alvarlegra sjúkdóma. Þar á meðal sykursýki, ofitu, hjartavandamál og meira að segja krabbamein.

      Taktu þó eftir að frúktós fundin í ávöxtum er aftur á móti ekki sá sami og venjulegur frúktósi, þar sem frúktós í ávöxtum inniheldur góða trefja. Almennt séð þá eru ávextir minni háttar upptaka af frúktós í samanburði við viðbættan sykur í mataræði.

      Auður, vona að þetta hafi hjálpað þér að skilja betur frúktós, endilega segðu mér ef ég kom inná það sem þú hafðir í huga. Þetta er flott umræðuefni og ef það er eitthvað sem þú ert eða hefur verið að velta fyrir þér í tengslum við þetta væri ég gjarnan til í að skrifa um það í komandi bloggi. Svo endilega láttu frá þér heyra!

  2. Andrea Hrólfsdóttir. says:

    En hver er munurinn á frúktós fundin í ávöxtum og venjulegum og frúktos ?

    • Sara Barðdal, Heilsumarkþjálfi LTF says:

      Sæl Andrea
      Góð spurning!

      Almennt séð þá innihalda ávextir minna af frúktósa en t.d sætindi.
      Frúktósi í ávöxtum inniheldur mikið af mikilvægum næringarefnum, t.d trefjar, vítamín, steinefni og ýmis andoxunarefni. Af þessum sökum tekur smá stund að borða og melta ávexti, sem verður til þess að frúktósinn berst hægt til lifrarinnar. Þar sem hann berst hægt og í litlu magni þá getur líkaminn þinn alveg ráðið við að hann, en þegar þú færð hann í miklu magni og hann berst hratt til lifrarinnar, t.d þegar þú borðað nammi og sætindi hefur það slæmar afleiðingar fyrir líkamann þinn.

      Vona að þetta hafi svarað spurningu þinni

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *